Fjölskyldan verður í Danmörku frá 20, til 27. des. Hér verðum við.
Við ætlum að nota svona dót til að rata um
Við ætlum að kíkja í þessa litlu verslun
Hér ætlum við að byrja að versla eftir að við lendum.
Hér eru komnar myndir úr ferðinni. Myndir 1 og Myndir 2
Til að hringja frá Íslandi í okkur þá er símanúmerið 00 45 og síðan það númer sem þið hafið.
Fylkir verður með 30 34 56 82 Lára verður með 30 34 56 92 |
Ferðin hefur gengið vel, flugið var þremur tímum seinna á ferðinni en til stóð, þ.e. það varð seinkun í Keflavík. Við lentum í Kaupmannahöfn rétt um kl. 21.00 að dönskum tíma. Þá átti eftir að aka aðeins inn í borgina til að sækja nýjan bílstól fyrir Heklu en hann var keyptur úti síðast þegar pabbi fór út. Gummi vildi aka eftir nýja tækinu en fararstjórinn, Fylkir, vildi fara aðra leið. Eftir smástund tóku Gummi og Gústi forystuna og óku framúr þeim og leiðbeindu að húsinu þar sem stóllinn var. Við vorum á stórum Ford Transit en hinn bíllinn er WV Caravella. Síðan var tækið sem við vorum með látið sína okkur leiðina að húsinu og þangað vorum við komin um miðnætti. Hekla gubbaði um nóttina, ekki ljóst af hverju en líklegt að of mikið sælgætisát hafi eitthvað spilað inn í.
Daginn eftir var farið til Kolding og þar í stóra verslunarmiðstöð þar sem verslað var í jólamatinn og einnig eitthvað af jólagjöfum og jólafötum. Verðlagið á barnafötum er slíkt að það var mikið keypt á börnin en aumingja Gummi fékk nánast ekki neitt. Pabba bíll fór á undan og við ákváðum að treysta á tækið sem við vorum með til að leiðbeina okkur heim og gekk það áfallalaust. Það var talsvert hugrekki því í bílnum var nánast enginn sem gat talað dönsku fyrir utan að Katla kann að segja en öl for min mor. Krakkarnir sáu stórar vindmyllur en sögðu að þetta væru viftur og þegar þau sáu þær snúast þá sögðu þau að þær væru að búa til rokið sem var. Veðrið ágætt, kalt en snjólaust.
Þriðja daginn var farið til Esbjerg og hitt á Hans sem á bílaleiguna sem pabbi er umboðsmaður fyrir. Það var jólaglögg í boði. Því næst var farið í sædýrasafn og skoðaðir alls konar fiskar. Að því loknu var farið í verslunarmiðstöð og haldið áfram að versla og nú fengu börnin að velja sér jólagjafirnar. Pabbi og þau fóru á undan heim og notuðum við tækið til að leiðbeina okkur heim. Jens Andri hafði farið til Árósa á æfingu með vini sínum og kom með lest til baka og þurfti að sækja hann. Gummi og Gústi fóru út í myrkrið, höfðu fundið leiðina í tækinu og létu það leiðbeina. Þegar þangað kom var enginn Jens Andri og hringdi hann skömmu síðar, lestinn hafði ekið hjá og var á leiðinni til Óðinsvé. Þá var aftur farið í tækið og fundin leiðin að brautarstöðinni þar og hann sóttur og haldið heim. Um nóttina ældi Hekla, hefur líklega ekki þolað danskan svikinn héra. Katla og Fylkir Eyberg fengu kartöflu í skóinn þessa nótt þar sem þau voru óþekk í gærkvöldi. Veðrið ágætt hjá okkur en norðar og austar hefur verið vitlaust veður og allt ófært og lokað.
Aðfangadagur var rólegur, farið var í bakarí og náð í afmæliskringlu og nýbakað brauð áður en pabbi vaknaði. Gummi lagðist í rúmið fljótlega á eftir, ælandi og með niðurgang. Danskur svínahamborgari var í kvöldmat og þá lagðist Helga í rúmið og síðan um nóttina þá veiktust flestir aðrir, Katla, Íris, Fylkir Eyberg, Lára og Jens Andri sluppu, aðrir veiktust. Jóladagur var því frekar rólegur hjá öllum, heitt súkkulaði og afgangur af hryggnum frá því í gær. Fylkir, Ágúst og Jóhanna Svans lágu í rúmi fram eftir degi og Illugi einnig.
Á morgun koma 13 gestir.
26. des. Í dag komu þrjár frænkur Láru í heimsókn. Fylkir Eyberg veiktist í gærkvöldi þannig að aðeins fjórir sluppu. Á kvöldverðaborðinu var íslenskt hangikjöt með uppstúf og grænum baunum.
Katla fékk að vita það að hún hefði unnið hluta af óskalista hjá BT. Hennar bíður pakki heima með eitthvað af geisladiskum og dvd diskum.
Gústi, Jóhanna, Elín og börnin fóru síðan í bíltúr til Óðinsvé og höfðu aðeins tækið með til leiðbeiningar. Þau óku um borgina og síðan niður til Assens og skoðuðu sig um og skiluðu sér síðan heim í hús seinnipart dags. Tækið er frábært og nú þarf Gummi bara að sannfæra Elínu um að það sé nauðsynlegt fyrir hana og mömmu hennar að hafa svoa tæki með til Glasgow í vor.
Við förum úr húsi snemma í fyrramálið og ætlum að verða komin í flugstöðina um hádegi og áætluð lending heima er um 15.30.
Laugardagurinn 27. desember. Vaknað var snemma til að ganga frá húsinu og koma dótinu í bílinn. Við skutluðum Auðunni, syni Ingu Siggu, og kærustu hans til Óðinsvé en byrjuðum á að koma við á bensínstöð til að tanka bílinn hjá pabba. Síðan létum við tækið leiðbeina okkur stystu leið á brautarstöðina í Óðinsvé. Tækið valdi sveitaveg milli tveggja stofnbrauta og var gaman að aka þann veg og ljóst að maður hefði aldrei ekið hann ef maður hefði bara verið með kort með sér. Síðan var stefnan tekin á brautarstöðina og áttum við að vera í forystu. Þegar fór að nálgast Óðinsvé beygði pabbi af leið og þegar við komum á brautarstöðina þá lögðum við í stæði og biðum. Þegar okkur fór að lengja eftir þeim hringdum við í þau og kom þá í ljós að þau höfðu farið hinu megin við húsið og síðan ekið áleiðis út á hraðbraut. Við þurftum því að finna leiðina út og tókst það ágætlega með tækinu en þó kom í ljós að það er betra að vera með útiloftnet þegar maður ekur um þröngar götur með háum húsum. Út á hraðbraut komust við og ókum síðan sem leið lá til Kaupmannahafnar. Þar tókum við smá aukakrók á bensínstöð og síðan rakleiðis að flugstöðinni þar sem Grétar og Ingvar, Fríða og Magnús og Örn og Vikkí biðu eftir bílnum sem við vorum á. Ingvar fékk stutta kennslu á tækið en þau áttu eftir að fara til Svíþjóðar og það meira að segja alla leið til Stokkhólms til að hitta á Brynjar hennar Ingileifar frænku. Gummi var búinn að setja inn heimilisföng og því þurftu þeir aðeins að smella á waypoint og route to.